Sópransöngkonan, hljómsveitarstjórinn og fiðluleikarinn Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir stundaði tónlistarnám í Listaháskóla Íslands, Konunglega tónlistarháskólanum í Stokkhólmi og Malko hljómsveitarstjóraakademíunni í Kaupmannahöfn, auk þess sem hún lauk meistaragráðu í menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst. Í haust liggur leið hennar til Noregs þar sem hún mun nema hljómsveitarstjórn við Tónlistarháskólann í Osló. Ragnheiður var valin „Bjartasta vonin í íslensku tónlistarlífi“ á Íslensku tónlistarverðlaununum 2023.
Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir, sópran
Eva Þyri Hilmarsdóttir, píanóleikari
Tíbrá tónleikaröð
Efnisskráin samanstendur af fjölbreyttum sönglögum á sex tungumálum sem öll fjalla á einhvern hátt um drauma. Frumflutt verða lög eftir Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur, Jóhann G Jóhannsson og Sigurð Sævarsson sem sérstaklega eru samin fyrir þær Ragnheiði og Evu Þyri.