Sópransöngkonan, hljómsveitarstjórinn og fiðluleikarinn Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir stundaði tónlistarnám í Listaháskóla Íslands, Konunglega tónlistarháskólanum í Stokkhólmi og Malko hljómsveitarstjóraakademíunni í Kaupmannahöfn, auk þess sem hún lauk meistaragráðu í menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst. Í haust liggur leið hennar til Noregs þar sem hún mun nema hljómsveitarstjórn við Tónlistarháskólann í Osló. Ragnheiður var valin „Bjartasta vonin í íslensku tónlistarlífi“ á Íslensku tónlistarverðlaununum 2023.
Schönberg: Pierrot lunaire
Jóhann G. Jóhannsson: Kall (við ljóð Þorvaldar Þorsteinssonar)
Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir - sópran og stjórnandi
Rannveig Marta Sarc - fiðla
Steiney Sigurðardóttir - selló
Kristín Ýr Jónsdóttir - flauta
Rúnar Óskarsson - klarinett
Helga Bryndís Magnúsdóttir - píanó
Ingvar E. Sigurðsson - ljóðmælandi